26/12/2024

Söngskemmtun: Lóuþrælar og sandlóur

Frést hefur að Karlakórinn Lóuþrælar og Sönghópurinn Sandlóur ætli að halda tónleika í Hólmavíkurkirkju sunnudaginn 10. apríl kl. 16:00. Báðir þessir hópar eru úr Húnaþingi vestra. Stjórnandi Karlakórsins Lóuþrælar er Guðmundur St. Sigurðsson og undirleikari er Elinborg Sigurgeirsdóttir. Undirleikarar hjá Sönghópnum Sandlóur eru hins vegar Þorvaldur Pálsson og Guðmundur Helgason. Efnisskrá er mjög fjölbreytt, á dagskránni eru bæði íslensk og erlend lög. Aðgangseyrir er kr. 1.500.- Hér má fræðast meira um Karlakórinn Lóuþrælar.