22/11/2024

Söngkeppni og diskótek í kvöld

Það verður nóg um að vera á Hólmavík í kvöld, laugardagskvöldið 1. nóvember, en þá verður árleg söngkeppni haldin í Bragganum á Hólmavík. Keppnin hefst kl. 20:30, en í ár keppa níu aðilar frá hinum ýmsu vinnustöðum til sigurs og salurinn kýs sigurvegara. Barinn verður opinn og aðgangseyrir er aðeins kr. 1.500, en yngri kynslóðin er að vanda boðin velkomin á generalprufu sem verður kl. 14:30 í dag. Sönglagalista og röð keppendanna níu er að finna hér að neðan. Eins og venjulega er um fjölbreyttar lagsmíðar að ræða, allt frá unaðstæru píkupoppi upp í graðhestadiskó. Kynnir kvöldsins verður Kristín S. Einarsdóttir. Eftir keppni verður síðan haldið diskótek á Café Riis undir stjórn Arnars Jónssonar, en ókeypis er inn á diskótekið sem mun standa fram á rauða nótt.

Flytjandi Lag Upphaflegur flytjandi
Salbjörg Engilbertsdóttir Mercy Duffy
Kolbeinn Jósteinsson Play that funky music Wild Cherry
Ásdís Jónsdóttir Wonder of you Elvis Presley
Jón Halldórsson Ég er kominn heim Óðinn Valdimarsson
Lára Guðrún Agnarsdóttir It´s A Heartache Bonnie Tyler
Arnar S. Jónsson Divine Sebastian Tellier
Ingibjörg Emilsdóttir Final Countdown Europe
Barbara Ósk Guðbjartsdóttir Don’t Speak No Doubt
Árdís Rut Einarsdóttir Black Velvet Alannah Miles

Hlé

Árdís Rut Einarsdóttir I Kissed A Girl Katy Perry
Barbara Ósk Guðbjartsdóttir Holding Out For A Hero Bonnie Tyler
Ingibjörg Emilsdóttir Simply The Best Tina Turner
Arnar S. Jónsson Tragedy Bee Gees
Lára Guðrún Agnarsdóttir Þú fullkomnar mig Sálin hans Jóns míns
Jón Halldórsson Þjóðsöngur Tröllanna Jón Halldórsson
Ásdís Jónsdóttir Blue Christmas Elvis Presley
Kolbeinn Jósteinsson Born to be wild Steppenwolf
Salbjörg Engilbertsdóttir Mamma Mia ABBA