Það verður nóg um að vera á Hólmavík í kvöld, laugardagskvöldið 1. nóvember, en þá verður árleg söngkeppni haldin í Bragganum á Hólmavík. Keppnin hefst kl. 20:30, en í ár keppa níu aðilar frá hinum ýmsu vinnustöðum til sigurs og salurinn kýs sigurvegara. Barinn verður opinn og aðgangseyrir er aðeins kr. 1.500, en yngri kynslóðin er að vanda boðin velkomin á generalprufu sem verður kl. 14:30 í dag. Sönglagalista og röð keppendanna níu er að finna hér að neðan. Eins og venjulega er um fjölbreyttar lagsmíðar að ræða, allt frá unaðstæru píkupoppi upp í graðhestadiskó. Kynnir kvöldsins verður Kristín S. Einarsdóttir. Eftir keppni verður síðan haldið diskótek á Café Riis undir stjórn Arnars Jónssonar, en ókeypis er inn á diskótekið sem mun standa fram á rauða nótt.
| Flytjandi | Lag | Upphaflegur flytjandi |
| Salbjörg Engilbertsdóttir | Mercy | Duffy |
| Kolbeinn Jósteinsson | Play that funky music | Wild Cherry |
| Ásdís Jónsdóttir | Wonder of you | Elvis Presley |
| Jón Halldórsson | Ég er kominn heim | Óðinn Valdimarsson |
| Lára Guðrún Agnarsdóttir | It´s A Heartache | Bonnie Tyler |
| Arnar S. Jónsson | Divine | Sebastian Tellier |
| Ingibjörg Emilsdóttir | Final Countdown | Europe |
| Barbara Ósk Guðbjartsdóttir | Don’t Speak | No Doubt |
| Árdís Rut Einarsdóttir | Black Velvet | Alannah Miles |
|
Hlé |
||
| Árdís Rut Einarsdóttir | I Kissed A Girl | Katy Perry |
| Barbara Ósk Guðbjartsdóttir | Holding Out For A Hero | Bonnie Tyler |
| Ingibjörg Emilsdóttir | Simply The Best | Tina Turner |
| Arnar S. Jónsson | Tragedy | Bee Gees |
| Lára Guðrún Agnarsdóttir | Þú fullkomnar mig | Sálin hans Jóns míns |
| Jón Halldórsson | Þjóðsöngur Tröllanna | Jón Halldórsson |
| Ásdís Jónsdóttir | Blue Christmas | Elvis Presley |
| Kolbeinn Jósteinsson | Born to be wild | Steppenwolf |
| Salbjörg Engilbertsdóttir | Mamma Mia | ABBA |