26/12/2024

Söngbræður og Norðurljós í Hólmavíkurkirkju

Laugardaginn 19. apríl verða haldnir tónleikar í Hólmavíkurkirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Fram koma karlakórinn Söngbræður úr Borgarfirði og Kvennakórinn Norðurljós á Hólmavík. Undirleikari og stjórnandi Söngbræðra er Viðar Guðmundsson og stjórnandi kvennakórsins Norðurljós er Sigríður Óladóttir, undirleikari á tónleikunum er Viðar Guðmundsson. Dagskráin er fjölbreytt og létt og eru allir kórunnendur hvattir til að mæta í kirkjuna á Hólmavík.

Karlakórinn Söngbræður