22/12/2024

Söngbræður með tónleika í Langholtskirkju

songbraedur

Karlakórinn Söngbræður úr Borgarfirði (og af Ströndum) heldur tónleika í Langholtskirkju laugardaginn 14. nóvember 2015 kl. 17.00. Kórinn mun flytja fjölbreytta dagskrá sem saman stendur af hefðbundnum karlakórslögum og léttri dægurtónlist, líkt og Ég er kominn heim (Ferðalok), Sem lindin tær og Unchained Melody auk laga eftir Magnús Eiríksson. Léttleiki mun verða í fyrirrúmi. Söngstjóri er Viðar Guðmundsson og meðleikari Heimir Klemenzson. Allir eru hjartanlega velkomnir, aðgangseyrir er 3500 kr., posi á staðnum.