21/11/2024

Sólarlag við Steingrímsfjörð

Himininn er oft fallegur norður á Ströndum á ágústkvöldum þegar sólin varpar geislum sínum á skýin á himnunum. Hér fylgja nokkrar myndir af sólarlaginu við Steingrímsfjörð sem Ingimundur Pálsson frá Grund smellti af á dögunum. Eins og sést á myndefninu starfar Mundi Páls hjá Orkubúi Vestfjarða, en þar á bæ finnst mönnum fátt fallegra en vel skipulagðar spennistöðvar við sveitabæi. Sérstaklega í blíðviðri þegar óvinurinn seltan er víðs fjarri.

Ljósm. Ingimundur Pálsson á Hólmavík