22/12/2024

Sögustund um flakkarann Sölva Helgason

645-saevangur
Sunnudaginn 24. febrúar verður sunnudagskaffi á boðstólum í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum á milli klukkan 14-17. Einnig verður sögustund klukkan 16:00 um 19. aldar flakkarann Sölva Helgason sem einnig er þekktur nú til dags undir nafninu Sólon Íslandus. Sölvi er sennilega frægastur allra flakkara, fyrr og síðar, um hann hafa verið samdar skáldsögur, leikrit, dægurlög og kvæði og vel þekkt kaffihús í Reykjavík er við hann kennt. Jón Jónsson þjóðfræðingur á Kirkjubóli segir frá Sölva, en hann skrifaði meistaraprófsritgerð í þjóðfræði um flakkara og förumennsku í gamla bændasamfélaginu.