22/12/2024

Snjóþungt í Árneshreppi

Talsverður snjómokstur hefur verið í Árneshreppi undanfarna daga og hefur hjólaskóflan sem Árneshreppur fékk í sumar verið í talsverðri notkun. Hjólaskóflan sem er af gerðinni Komatsu var innflutt frá Þýskalandi en eldri hjólaskóflan bilaði alvarlega í vor í síðustu snjómokstrunum. Guðlaugur Ágústsson er vélamaður á nýju skóflunni og hefur verið þó nokkur erill hjá honum síðustu daga. Ófært er úr Bjarnarfirði norður að Gjögri samkvæmt upplýsingakortinu um færð þjóðvega á vef Vegagerðarinnar kl. 13:50, en mokstur á leiðinni stóð þá yfir.