Töluvert hefur snjóað víða á Ströndum seinnipartinn í gær og í nótt og það var nóg að gera hjá snjómoksturstækjum í dag. Mokstur er langt kominn á flestum götum á Hólmavík, þar sem snjórinn er með meira móti. Einnig er búið að opna veginn um sunnanverðar Strandir og Arnkötludal. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is brá sér til Hólmavíkur í kvöld og tók nokkrar myndir af snjónum, trjám og húsum. Meðal annars varð bíll á kafi á vegi ljósmyndara og geta áhugasamir skemmt sér við að finna snjóbílinn á myndunum hér fyrir neðan.
Snjómyndir frá Ströndum – ljósm. Jón Jónsson