22/12/2024

Snjómokstur af þökum og götum

Þeir sem hafa atvinnu af snjómokstri munu hafa í nógu að snúast þessa dagana. Haft hefur verið á orði að snjór hér á Hólmavík sé jafnvel með því mesta sem gerst hefur síðan 1995. Veðrið hefur raunar verið stillt síðustu tvo dagana og tækifæri gefist til að losa sig við uppsafnaðan snjó.

Í dag voru starfsmenn Hólmadrangs við mokstur af þaki fyrirtækisins þegar fréttaritari smellti af meðfylgjandi mynd. Einnig birtist hér mynd sem tekin var þegar Þórður Sverrisson (Ninni) var að moka Borgabrautina í fyrradag og fleiri stemmningsmyndir frá vetrinum á Hólmavík.

bottom

frettamyndir/snjomokstur 016.jpg

frettamyndir/snjomokstur 010.jpg

1

holmavik/350-vetrarstemmning4.jpg

holmavik/350-vetrarstemmning5.jpg

1

frettamyndir/snjomokstur 012.jpg