Komið hefur í ljós að snæuglan sem fannst föst í girðingu við Ós fyrr í haust er karlkyns fugl á fyrsta ári. Karlfuglarnir verða nærri alhvítir þegar þeir verða fullorðnir, en kvenfuglar eru með grábrúnar þverrákir um sig alla og ávallt stærri en karlfuglarnir. Uglan sem gefið hafði verið nafnið Snæfríður Strandasól af ritstjórn strandir.saudfjarsetur.is fær því nýtt nafn og verður hér eftir kölluð Karluglan Snæfinnur. Hann er orðinn býsna sprækur og étur margvíslegt kjötmeti sem hann fær í Húsdýragarðinum og húsamýs getur hann veitt sem aukabita.
Nánari fréttir af Karluglunni Snæfinni má fá á vef Húsdýragarðsins þar sem hann er nú til heimilis – www.mu.is. Eldri fréttir af Snæfinni á strandir.saudfjarsetur.is má finna undir þessum tenglum: