23/12/2024

Smáfuglarnir eru sísvangir

Þegar veður eru rysjótt og snjór yfir öllu er erfitt að vera sísvangur smáfugl. Þegar hvergi virðist björg að fá þarf stundum að flögra langar leiðir til að leita að fóðri sem einhver hefur í góðmennsku sinni stráð í garðinn hjá sér. Sem betur fer muna margir eftir smáfuglunum og gefa þeim reglulega í gogginn, en auðvitað mætti vera matarvon á fleiri stöðum. Í þakklætisskyni fyrir fóðrið sýna fuglarnir kúnstir, kalla hver á annan svo að á undraskömmum tíma fyllist allt af fuglum. Svo flögra þeir um, rífast um bestu bitana, en eru ávallt á varðbergi, standa vaktina hver fyrir annan.

Snjótittlingar

natturumyndir/640-smafuglar3.jpg

natturumyndir/640-smafuglar1.jpg

Snjótittlingar í galdragarðinum – ljósm. Jón Jónsson