30/10/2024

Smádýralíf – fjölbreytni og fegurð

Fimmtudaginn 17. nóvember kl. 17-18 verður annar fyrirlesturinn í námskeiðaröð á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Náttúrstofu Vestfjarða og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands, um náttúrufræðileg efni. Dr. Þorleifur Eiríksson dýrafræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða mun þá fjalla um smádýrin í umhverfi okkar og þá undraveröld sem þau skapa. Þorleifur mun fjalla um hvaða dýr þetta eru; flokkun þeirra, helstu hópa, lífsferla, lifnaðarhætti, mikilvægi og hvort einhver þeirra beri að varast.

Fyrirlesturinn verður haldinn í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu 12 en verður jafnframt sendur í gegnum fjarfundabúnað til annarra staða á Vestfjörðum þar sem áhugi er á að vera með. Fjarfundur verður aðgengilegur í Þróunarsetrinu á Hólmavík. Þátttökugjald er 1.000 kr.

Ekki er þörf á að skrá sig, en það er þó unnt á vef Fræðslumiðstöðvarinnar, www.frmst.is, eða í síma 456 5025.