22/12/2024

Slökkviliðið barðist við sinueld

Slökkviliðið á Hólmavík var kallað út rétt fyrir klukkan átta í morgun eftir að Neyðarlínunni hafði verið tilkynnt um sinueld í Gervidal í Ísafirði. Að sögn Einars Indriðasonar slökkviliðsstjóra þá gekk útkallið vel, en slökkviliðið var mætt á vettvang u.þ.b. 45 mínútum eftir að tilkynningin barst. Þá logaði talsverður sinueldur ofan við bæinn sem kviknaði út frá ruslabrennu, en mjög þurrt hefur verið á þessum slóðum sem annarstaðar undanfarið. Slökkvistarfið gekk vel og að sögn Einars þá var því lokið rétt fyrir klukkan hálftíu í morgun. Níu slökkviliðsmenn frá Hólmavík fóru vestur yfir heiði og tóku þátt í slökkvistarfinu.