05/01/2025

Slitnaði frá og rak upp í fjöru

Í suðvestan áttinni sem gekk yfir í nótt slitnaði báturinn Fjöður GK frá flotbryggjunni í Kokkálsvík (innan við Drangsnes) og rak upp í fjöru. Leki kom að bátnum en skemmdir eru ekki fullkannaðar. Haft var samband við Björgunarsveitina Björg sem tók að sér að koma bátnum á þurrt með aðstoð Skúla ST- 75, sem dró bátinn af strandstað. Björgun bátsins gekk vel að sögn Halldórs Loga Friðgeirssonar, formanns Björgunarsveitarinnar.

ljósm. Óskar Torfason