22/12/2024

Skvetta, falla, hossa og hrista

{mosvideo xsrc="strakar-stokkva" align="right"}
Í veðurblíðu eins og verið hefur undanfarna daga blómstrar mannlíf sem aldrei
fyrr og fólk tekur sér sitthvað fyrir hendur sem er heldur óvenjulegt í apríl
mánuði. Víða mátti sjá húseigendur að störfum í görðum hjá sér í dag og aðrir að
dytta að húsum utandyra meðan aðrir röltu um og nutu þess að vera til. Aðrir sigldu um fjörðinn spegilsléttan og þannig má lengi telja upp hverskyns atburði sem Strandamenn taka sér fyrir hendur á góðviðrisdögum. Félagarnir Bjarki Einarsson og Kristján Páll Ingimundarson skelltu sér í
blautbúning og syntu og skvettu í sjónum til að kæla sig niður. Kvikmyndatökumaður
strandir.saudfjarsetur.is fylgdist með þeim í höfninni á Hólmavík við hverskyns hopp og stökkæfingar ofan
af bryggjunni í hafdjúpið.