30/10/2024

Skráning í Spurningakeppnina

Nú líður að Spurningakeppni Strandamanna og er óskað eftir skráningum frá félögum og vinnustöðum í netfangið saudfjarsetur@strandir.saudfjarsetur.is. Nú þegar hafa 6 lið skráð sig til leiks og vonast er til að þau verði orðin 16 á miðvikudaginn þegar lokað verður fyrir skráningu, en ætlunin er að draga í keppninni á fimmtudaginn. Jón Jónsson á Kirkjubóli stjórnar keppninni og verður spyrill að þessu sinni og hann semur einnig spurningarnar með Kristjáni Sigurðssyni á Hólmavík. Hópur aðstoðarmanna á ýmsum aldri kemur einnig að spurningagerðinni. Keppnin verður með hefðbundnu sniði, en þó verður forminu breytt þannig að hver keppni taki styttri tíma en áður og miðað við að skemmtunin í heild fari ekki yfir tvo og hálfan tíma með hléi hvert keppniskvöld.