22/12/2024

Skráning á Bændahátíð byrjar vel

Skráning á Bændahátíð Sauðfjársetursins á laugardaginn hefur farið ágætlega af stað og sama á við um undirbúninginn sem gengur að óskum. Það stefnir því í ljómandi góða veislu og uppskeruhátíð í Sævangi á laugardaginn. Að venju er eitt atriðið ræðumaður kvöldsins og að þessu sinni verður þar á ferðinni Sigurður Sigurðarson dýralæknir. Víst má telja að Sigurður láti ekki nægja að segja gamansögur, því hann er einnig landsþekktur hagyrðingur og kveður rímur nærri manna best. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir á bændahátíðina, jafnt þeir sem búa í sveitinni og þéttbýlinu. Fólk er vinsamlegast beðið að skrá þátttöku í síma 451-3474 (Ester) eða með tölvupósti saudfjarsetur@strandir.saudfjarsetur.is í síðasta lagi á föstudag.