02/11/2024

Skotvopna- og veiðikortanámskeið á Hólmavík

580-holmablida4

Á vef Reykhólahrepps kemur fram að Umhverfisstofnun gengst fyrir skotvopnanámskeiði í Þróunarsetrinu á Hólmavík 30.-31. október og veiðikortanámskeiði á sama stað 10. nóvember. Skotvopnanámskeiðið er ætlað þeim sem vilja sækja um skotvopnaleyfi hjá lögreglunni. Veiðikortanámskeiðið er ætlað þeim sem vilja sækja um veiðikort, sem gefur almenn réttindi til þess að stunda skotveiðar á Íslandi. Frekari upplýsingar og skráningar eru á vef Umhverfisstofnunar.

Almenn skilyrði fyrir skotvopnanámskeið

  • Að hafa náð 20 ára aldri, vera andlega heilbrigður og hafa ekki verið sviptur sjálfræði.
  • Að hafa ekki gerst brotlegur við ákvæði almennra hegningarlaga, áfengislaga, laga um ávana- og fíkniefni, vopnalaga eða laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Ef brot er smávægilegt eða langt um liðið frá því brot var framið og refsing hefur ekki farið fram úr sektum eða varðhaldi má víkja frá þessu skilyrði.
  • Umsókn um leyfi til þátttöku í skotvopnanámskeiði þarf að fylgja meðmæli frá tveimur meðmælendum sem eru persónulega kunnugir umsækjanda.