22/12/2024

Skötuveislan mikla á Café Riis í kvöld

Það verður mikið um dýrðir á veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík í kvöld en  þá verður haldin þar árleg skötuveisla. Hefst dásemdin kl. 19:00 og hægt er að tryggja sér borð í síma 451-3567. Auk skötunnar verður á boðstólum siginn fiskur og selspik og margvíslegt annað ljúfmeti. Þátttakan í skötuveislunni miklu á Riis hefur verið góð undanfarin ár og ekki við öðru að búast en að svo verði einnig í kvöld.