
Um kvöldið fjölmenna síðan íbúarnir í sameiginlega skötuveislu í Samkomuhúsinu Baldri. Með þessu framtaki safna nemendurnir í ferðasjóðinn sinn. Ávinningurinn er margþættur því um leið kætast væntanlega margar húsmæður yfir að vera lausar við skötuilminn í heimahúsum, matmenn fá gott í gogginn og félagslyndir íbúar hreppsins kætast yfir mannamótinu.