22/12/2024

Skólpvandamál á Hólmavík

Höfðagata 7Í gærkvöld stíflaðist skólplögn við Höfðagötu á Hólmavík og flæddi upp um niðurföll inni í íbúðarhúsinu að Höfðagötu 7 með tilheyrandi ólykt og skemmdum á gólfefnum og húsmunum. Um rækjuúrgang er að ræða, en í júní síðastliðið sumar flæddi upp niðurföll í sama húsi og vandamálið hefur komið endurtekið upp í fleiri húsum við Höfðagötu.

Höfðu íbúar verið fullvissaðir um að þetta vandamál væri úr sögunni, eftir að Hólmavíkurhreppur lagði nýjar lagnir í hverfinu í haust. Starfsmenn Hólmavíkurhrepps aðstoðuðu við að ausa óþverranum út. Lyktin situr eftir.