Skólastarfið er að hefjast í grunnskólum á Ströndum. Á morgun mæta nemendur í Grunnskóla Hólmavíkur, en nokkuð er síðan kennarar hófu undirbúning vetrarins. Þó verður fámennara en venjulegt er fyrstu starfsdagana. Hópur nemenda verður fyrstu vikuna í skólabúðum í Reykjaskóla í Hrútafirði og annar hópur fór í morgun í Vatnaskóg til hefja fermingarfræðsluna af krafti og er væntanlegur heim á föstudag. Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is myndaði nemendur 8. bekkjar í morgun þar sem þeir biðu eftir rútunni við Hólmavíkurkirkju.
8. bekkur á leið í Vatnaskóg með sóknarprestinum séra Sigríði Óladóttur – ljósm. Jón Jónsson