22/12/2024

Skólaslit á Hólmavík í dag

Nú er komið að lokum skólaársins í flestum grunnskólum og verða skólaslit í Grunnskólanum á Hólmavík í dag kl. 13:00 í Hólmavíkurkirkju og munu fimm nemendur í 10. bekk kveðja skólann við það tækifæri. Victor Örn Victorsson skólastjóri mun taka ársleyfi næsta vetur, en annars lítur ekki út fyrir að breytingar verði á kennaraliði. Mikið hefur verið um að vera í skólastarfinu í vetur að venju og þegar fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is leit við einn af síðustu skóladögunum í vor hömuðust nemendurnir í elsta bekknum við að kryfja rottu sem þeir höfðu fengið frá tilraunastöðinni á Keldum. Um leið lærðu þeir grundvallaratriðin í líffærafræði.

Rottan komin á skurðarborðið – Ljósm. Jón Jónsson