22/11/2024

Skólaslit á Hólmavík

Tónskólanum og Grunnskólanum á Hólmavík var slitið í dag við hátíðlega athöfn í Hólmavíkurkirkju og 10. bekkingar útskrifaðir úr skólanum á sama tíma. Hafþór Þórhallsson sem hefur kennt við skólann í 12 vetur lætur af störfum við skólann í vor og var kvaddur með virktum. Jafnframt voru afhent verðlaun fyrir námsárangur í 10. bekk sem Agnes Jónsdóttir og Bjarnveig Ólafsdóttir skiptu bróðurlega með sér og fengu tvær viðurkenningar hvor. Auk þess voru afhentar viðurkenningar í ólíkum aldurshópum fyrir framfarir, ástundun og jákvætt hugarfar. Þær fengu Sylvía Bjarkadóttir í 9. bekk, Arna Margrét Ólafsdóttir í 7. bekk og Gunnar Már Jóhannsson í 3. bekk. Lárus Orri Eðvarðsson fékk viðurkenningu fyrir tónskólanámið.

1

Nemendur Tónskólans saman komnir

bottom

10 nemendur í 10. bekk kveðja Grunnskólann

Sylvía fékk viðurkenningu og einnig Arna Margrét en ekki náðist góð mynd af þeirri síðarnefndu

holmavik/grunnskolinn/580-skolaslit6.jpg

Gunnar Már með viðurkenninguna sína

holmavik/grunnskolinn/580-skolaslit4.jpg

Hafþór Þórhallsson var hlaðinn gjöfum

holmavik/grunnskolinn/580-skolaslit2.jpg

Ingibjörg Emilsdóttir með kveðjukort til Hafþórs frá starfsfélögum – skopmynd af honum sjálfum

10. bekkur kveður umsjónarkennarann með hópknúsi

Ljósm. Ester Sigfúsdóttir