22/12/2024

Skólaskipið Dröfn heimsótti Hólmavík

Skólabörn í elstu bekkjum Grunnskólans á Hólmavík komust í snertingu við sjómannslífið í dag, þegar þau fóru í sjóferð með skólaskipinu Dröfn. Þar lærðu þau allt um öryggismál, sjómennsku, trollveiðar og fengu að spreyta sig á að slægja aflann. Krakkarnir létu vel af sjóferðinni og voru alveg laus við bansetta sjóveikina. Gunnar Jóhannsson frá Hólmavík er skipstjóri á Dröfn. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is náði mynd af mannskapnum þegar haldið var á vit ævintýranna frá Hólmavíkurhöfn.

Sjómennskan.

frettamyndir/2011/640-sjomannslif.jpg

Ljósm. Jón Jónsson