22/12/2024

Skólasetning á Hólmavík á föstudag

645-skolafolk

Grunnskólinn á Hólmavík verður settur í Hólmavíkurkirkju í hádeginu á föstudaginn, 22.ágúst kl. 12:00. Eftir skólasetningu ganga nemendur svo fylktu liði að Grunnskólanum og hitta þar kennarana sína sem fylgja þeim í stofur og afhenda stundaskrár og skóladagatal og annað slíkt. Hefðbundið skólastarf hefst svo á mánudaginn kl. 8:30. Í sumar var ráðinn nýr skólastjóri við Grunnskólann á Hólmavík, Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir.