22/11/2024

Skjaldbakan í síðasta sinn á Hólmavík

Í kvöld, föstudaginn 22. júlí, verður leikritið Skjaldbakan sýnd í síðasta skiptið á Hólmavík klukkan 22:00 í Bragganum. Skjaldbakan er skemmtilegt leikrit sem allir ættu að skella sér að sjá. Leikritið er einleikur saminn og leikinn af Smára Gunnarssyni og fjallar öðrum þræði um það þegar risaskjaldbaka kom að landi á Hólmavík árið 1963. Einnig ungan mann sem kynnist veiðimanninum en þótt þeir fari í sitthvora áttinu eru á milli þeirra órjúfanleg tengsl. Verkið hefur fengið mjög góða dóma. Miðapantanir eru í síma: 867-3164 og miðaverðið er 1500 krónur.