22/12/2024

Skil á efni í List á Vestfjörðum

nordurljoskor

Næsta tölublað List á Vestfjörðum er í vinnslu og ráðgert er að það komi út í byrjun október. Eins og vanalega er margt að gerast í þeim menningarríka fjórðungi sem Vestfirðir eru og má því eiga von á stórkemmtilegu blaði. Ritstjóri og útgefendur blaðsins vilja gjarnan heyra um hvað er á döfinni hjá í menningarlífinu á Vestfjörðum út árið 2016 svo nú er kjörið tækifæri til að koma sköpunarverkum á framfæri. Skilafrestur á efni rennur út föstudagurinn 23. september. Einnig er hægt að senda Thelmu Hjaltadóttur ritstjóra póst eða slá á þráðinn í s. 849 8699.