30/10/2024

Skíðamót í Selárdal á sunnudag

Fyrsta skíðamót vetrarins verður haldið við Geirmundarstaði í Selárdal á morgun, sunnudaginn 19. febrúar og hefst kl. 16:00.  Keppt verður í sprettgöngu með hefðbundinni aðferð. Á vefsíðu Skíðafélags Strandamanna kemur fram að keppt verður í sömu aldursflokkum og í fyrra, en bætt hefur verið við flokki 65 ára og eldri.  Skráning fer fram á staðnum. Skíðaæfing sem átti að vera klukkan 2 á morgun fellur hins vegar niður.