22/12/2024

Skíðamót á ferð og flugi

Breytt hefur verið um staðsetningu fyrir skíðamót Skíðafélags Strandamanna í dag kl. 14:00 og hefur orðið að ráði að það verði haldið á túni Gunnars Númasonar ofan við flugvöllinn í Kálfanesi. Nægur snjór er nú í fjörur fram við Steingrímsfjörð til að hægt sé að ganga á skíðum. Ekki var talið vogandi að hafa mótið á Þiðriksvallavatni, vegna keyrslu Þverárvirkjunar, því ísinn gæti leynt á sér og svikið á ögurstundu. Allir eru hvattir til að skella sér á skíðamótið í Kálfanesi, karlar og konur, ungir og gamlir, keppendur og áhorfendur.