Óhætt er að segja að Skíðafélag Strandamanna hafi verið óvenjulega virkt í vetur og hafa skíðagöngukappar frá Ströndum fjölmennt á skíðamót sem haldin hafa verið. Fjöldi þátttakenda af Ströndum var á Andrésar Andar leikunum á Akureyri í vor og Strandagangan hefur sjaldan verið glæsilegri. Um síðustu helgi fjölmenntu Strandamenn svo á Fossavatnsgönguna og náðu þar góðum árangri. Sigvaldi Magnússon á Stað náði þar í Íslandsbikarinn í samanlagðri stigakeppni í skíðagöngu í karlaflokki og óskar fréttavefurinn honum hjartanlega til hamingju með þann árangur. Meðfylgjandi eru myndir frá Akureyri og Ísafirði sem Ingimundur Pálsson, nýjasti fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is tók.
Ljósm. Ingimundur Pálsson