22/12/2024

Skíðagöngumót í Selárdal á laugardag

Ljósm. Ingimundur PálssonSkíðafélagsmót með hefðbundinni aðferð verður haldið á morgun laugardaginn 2. febrúar í Selárdal við Geirmundarstaði og hefst keppni kl. 14. Keppt er í öllum aldursflokkum og vegalengdum á bilinu 1-10 kílómetrar og er mótið öllum opið. Hér er um svokallað Kjartansmót að ræða, en sá sem nær besta tíma í 10 km vegalengdinni hlýtur að launum Kjartansbikarinn sem gefinn var til minningar um Kjartan Jónsson skipstjóra á Hólmavík.

Skíðastaðagangan sem var fyrsta mótið af fimm í Íslandsgöngumótaröðinni fór fram í Hlíðarfjalli við Akureyri lum síðustu helgi. Þangað fóru alls 16 Strandamenn og þar af tóku 10 þátt í göngunni. Strandamenn náðu prýðilegum árangri á mótinu, en upp úr stendur árangur Birkis Stefánssonar í Tröllatungu, en hann sigraði í sínum flokki og tók þar með forystuna í stigakeppni Íslandsgöngunnar í flokki karla 35-49 ára. 

Heimasíða Skíðafélags Strandamanna er á slóðinni blog.central.is/sfstranda og þar eru frekari fréttir af skíðaafrekum Strandamanna.