23/12/2024

Skíðaæfing á Hólmavík

Veður var gott í dag á Hólmavík, en aðeins farið að hvessa nú undir kvöld. Hitasveiflan á hálfum sólarhing er ótrúleg, í morgun kl. 8:00 var 10 stiga frost, en tólf tímum síðar var kominn 5 stiga hiti og rigning. Skíðafélag Strandamanna stóð fyrir skíðaæfingu við Félagsheimilið á Hólmavík í dag og skemmtu þátttakendur sér ljómandi vel. Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is tók nokkrar myndir á æfingunni. Mótaskrá Skíðafélagsins er komin á vefinn og þar kemur fram að Strandagangan, stærsta mót ársins á Ströndum, verður haldið 17. mars.

0

bottom

frettamyndir/2012/640-skidi8.jpg

frettamyndir/2012/640-skidi6.jpg

frettamyndir/2012/640-skidi5.jpg

frettamyndir/2012/640-skidi3.jpg

frettamyndir/2012/640-skidi10.jpg

Skíðaæfing á Ströndum – ljósm. Dagrún Ósk Jónsdóttir