21/11/2024

Skemmtikvöld um bækur, Strandir og Strandamenn

Miðvikudaginn 28. desember kl. 20:00 stendur Héraðsbókasafn Strandasýslu fyrir skemmtikvöldi um bækur, Strandir og Strandamenn í Félagsheimilinu á Hólmavíki. Athyglinni verður beint að bókum um og eftir Strandamenn með sérstakri áherslu á persónulegar heimildir. Meðal annars verður sagt frá dagbókum bræðranna frá Tind í Miðdal og bókum Guðbjargar Jónsdóttur á Broddanesi. Þá er einnig upplestur úr dagbókum og sögum, söngatriði og ljóð eftir Strandamenn á dagskránni. Kaffi og konfekt, kakó og piparkökur á boðstólum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 

Bókahátíðin er styrkt af Sparisjóði Strandamanna, Menningarsjóði Kaupfélags Steingrímsfjarðar og Menningarráði Vestfjarða.