01/01/2025

Skákmót, kaffihlaðborð og gönguferðir á sunnudegi

Strandamenn láta ekki kyrrt liggja á sunnudögum frekar en aðra daga og alltaf er eitthvað um að vera. Hraðskákmót verður sunnudaginn 21. júní á Kaffi Norðurfirði, hluti af skákhátíð í Árneshreppi, og hefst kl. 13:00. Þá verður kaffihlaðborð á Hótel Djúpavík sem hefst kl. 14:00 og á Sauðfjársetrinu í Sævangi hefst kaffihlaðborð á Kaffi kind kl. 16:00. Einnig er gönguferð með leiðsögn um Kirkjubólsfjall á dagskránni kl. 14:00, sem hentar allri fjölskyldunni. Mæting er við Kirkjuból við Steingrímsfjörð, vegalengdin er 5 km og hækkun 220 metrar. Göngugarpar ætla að skella sér á Kaffi kind að göngu lokinni, en það eru Sauðfjársetrið, Ferðaþjónustan Kirkjuból og gönguklúbburinn Gunna fótalausa sem standa fyrir ferðinni.