Undirbúningur fyrir Sjómannadaginn á Hólmavík er nú í fullum gangi og hefst fjörið á laugardag kl. 13:00 á hafnarsvæðinu. Þá verður bretta- og plankahlaup sem Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík sér um og eru allir hvattir til að taka þátt. Að því loknu hefst kaffisala í Bragganum kl. 15:00 á laugardag, en á sunnudaginn verður marhnútaveiðikeppni. Hefst hún 10.00 og snýst bæði um stærstu og minnstu veiðina. Mikil spenna var meðal keppenda í fyrra og vonandi verður hún ekki minni þetta árið, segir á dagrenning.123.is.