30/10/2024

Sjómannadagshlaðborð í Sævangi á sunnudag

dNú eru flest fyrirtæki í ferðaþjónustu á Ströndum búin að opna eða að huga að opnun mjög fljótlega. Eitt af þeim er Sauðfjársetrið í Sævangi, en í tilkynningu kemur fram að þar verður veglegt kaffihlaðborð á sjómannadaginn, sunnudaginn 7. júní, í kaffistofunni Kaffi Kind. Hlaðborðið hefst kl. 14:00 og stendur yfir til kl. 18:00. Í tilefni sjómannadagsins verður ókeypis aðgangur að sýningum safnsins. Í tilkynningu frá setrinu segir að þessar tvær undirstöðuatvinnugreinar; landbúnaður og sjávarútvegur eigi líka ýmislegt sameiginlegt – þó sérstaklega að þeim er haldið uppi af harðduglegu fólki sem hefur fleytt þjóðinni í gegnum mörg erfið tímabil. Sjómenn eru því boðnir sérstaklega velkomnir í Sævang á sunnudaginn.