22/12/2024

Sjávarréttahlaðborð Lions undirbúið

Lionsklúbburinn á Hólmavík vinnur nú að undirbúningi sjávarréttakvölds sem haldið verður 5. nóvember næstkomandi. Þeir sem vilja skrá sig og styrkja gott málefni í leiðinni eru beðnir að hafa samband við Jón E. Halldórsson (862-8735) eða Valdemar Guðmundsson (451-3544 og 863-3844. Húsið opnar 19:30 og verð er 3.500 (ekki posi). Pantanir þurfa að berast fyrir 29. okt. Í fréttabréfi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Hólmavík kemur fram að í sumar var tekinn í notkun nýr tannlæknastóll sem Lions lagði framlag til, en klúbburinn hefur verið öflugur að styrkja starfsemi Heiðbrigðisstofnunarinnar.