22/12/2024

Sirkusnámskeið í býtið

Það var fjölmenni og mikið fjör á sirkussýningu í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld, en þar sýndi fjöllistafólk undir yfirskriftinni Shoeboxtour Iceland 09. Í fyrramálið verður síðan námskeið fyrir börn og unglinga á öllum aldri á sama stað. Ætlunin var að námskeiðið yrði í dag, en sirkusfólkið lenti í hremmingum á leiðinni um Þorskafjarðarheiði og tafðist. Annað kvöld, miðvikudaginn 24. júní, verður síðan sýning í verksmiðjunni í Djúpavík kl. 21:00.