22/12/2024

SingStarkeppni Ozon

Hluti af þátttakendum í Singstar keppninniTíu vaskir krakkar tóku þátt í undankeppni fyrir landshlutakeppni í Singstar Playstation 2 leiknum í félagsmiðstöðinni Ozon á Hólmavík í kvöld. Samfés stendur fyrir þessari keppni ásamt Fanta og Playstation. Sigurvegari kvöldsins á Hólmavík var Unnur Eva Ólafsdóttir, í öðru sæti varð Lára Kristjánsdóttir og Ingibjörg Hjartardóttir lenti í þriðja sæti. Unnur mun því verða fulltrúi Ozon í undankeppni sem fram fer í Borgarnesi 17. febrúar samhliða undankeppni í söngvakeppni Samfés. 

Úr hverri undankeppni Singstar komast tveir keppendur áfram í úrslitakeppnina sem haldin verður laugardaginn 5. mars í Íþróttahúsinu við Varmá í Mosfellsbæ. Sigurvegarar hverrar undankeppni fá veglega vinninga frá Fanta og Playstation 2, jafnt fyrir sjálfa sig og sína félagsmiðstöð, en endanlegur sigurvegari Singstarkeppninnar 2005 fær glæsilega vinninga, svo sem PS2 tölvu, Singstar leik, EyeToy Play græju og gríðarlegar birgðir af Fanta.

Þessu til viðbótar fær sigurvegarinn að fara í hljóðver og hljóðrita lag með þekktum upptökustjórum. Félagsmiðstöð sigurvegarans fær fullkomna SingStar aðstöðu með myndvarpa, tjaldi, Playstation2  tölvu og fullt af aukavinningum. Það er því til mikils að vinna að Unnur standi sig vel sem við efumst ekki um að hún gerir.