22/12/2024

Símalaust og vegalaust

Símasambandslaust hefur verið á sveitabæjum við Djúp í allan dag og er enn nú klukkan 17:30. Ennfremur er sama svæði ekki í vegasambandi við umheiminn, því vegurinn um Steingrímsfjarðarheiði var ekki opnaður í dag. Ástæðan mun vera sú að snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð. Skólabörn á bæjum við Djúp fóru því ekki í skóla í dag, frekar en börn í Tungusveit, en sú leið var opnuð laust fyrir hádegi. Einnig var mokað frá Drangsnesi í Bjarnarfjörð í dag og er sú leið nú opin samkvæmt vef Vegagerðarinnar.