22/12/2024

Síðustu forvöð að tilnefna Strandamann ársins

Í kvöld rennur út frestur til að tilnefna Strandamann ársins 2007 hér á vefnum og hvetjum við alla sem ekki eru búnir að senda tilnefningu að leggja nú höfuðið í bleyti og senda inn tillögu um einhvern sem hefur staðið sig afbragðs vel eða unnið eitthvert afrek á árinu 2007. Fjölmargir Strandamenn eru búnir að fá tilnefningu og margir fleiri en eina og fleiri en tvær.