22/12/2024

Síðasti skráningardagur í karókíið

Í dag er síðasti skráningardagur í hinni skemmtilegu Karaoke-keppni vinnustaða sem hefst í Bragganum á Hólmavík laugardaginn 22. september nk. Skráning hefur farið hægt en örugglega af stað og nóg pláss er fyrir fleiri keppendur af Ströndum og nærsveitum. Í ár verða haldin tvö keppniskvöld, annað fyrrnefndan laugardag og hið seinna laugardaginn 13. október, en þá verður einnig haldinn stórdansleikur í Bragganum. Aldurstakmark í keppnina er 18 ár og skráning fer fram hjá Báru í s. 897-9756 eða Rúnu Mæju í s. 896-4829. strandir.saudfjarsetur.is skora á söngfugla nær og fjær að skrá sig í keppnina sem nú fer fram þriðja árið í röð.