30/10/2024

Síðasta spilakvöldið í bili

sFöstudagskvöldið 20. febrúar kl. 20:00, fer síðasta keppniskvöldið í þriggja kvölda félagsvist fram í Félagsheimilinu á Hólmavík. Það er Sauðfjársetur á Ströndum sem stendur fyrir spilakvöldinu. Allir eru hjartanlega velkomnir og engin þörf er á að menn hafi mætt á fyrri kvöldin. Aðgangseyrir er kr. 500.- fyrir hvern spilakappa. Að sjálfsögðu eru vegleg verðlaun í boði fyrir þá sem standa sig best og þeir sem standa sig verst fá örlítið síðri verðlaun. Þá fær stigahæsti einstaklingurinn eftir kvöldin þrjú vegleg verðlaun.Sjoppa verður á staðnum og heitt á könnunni.