22/12/2024

Sendibíll út af á Holtavörðuheiði

Utan vegarMaður slasaðist á baki þegar sendiferðabíll sem hann ók fór út af veginum við Miklagil á Holtavörðuheiði í morgun. Hann var fluttur með sjúkrabíl á Heilsugæsluna á Hvammstanga, en ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru. Höggið var mikið þegar bíllinn hafnaði utan vegar og brotnaði hjólabúnaðurinn að framan, en bíllinn hélt samt hjólunum. Bíllinn var hlaðinn iðnaðarverkfærum og var mjög þungur. Hvasst var á heiðinni í morgun en vegurinn orðinn auður þar sem slysið varð, þegar bíllinn var sóttur.

Ljósm. Sveinn Karlsson