21/11/2024

Selasetrið leitar að framkvæmdastjóra

Selir við KirkjubólLaus er staða framkvæmdastjóra við Selasetur Íslands á Hvammstanga. Um er að ræða fullt starf í eitt ár með möguleika á framlengingu. Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf í góðu og fjölskylduvænu samfélagi. Umsóknir skal senda á póstfangið selasetur@selasetur.is. Allar nánari upplýsingar gefur Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir framkvæmdastjóri í síma 451 2345 eða 8985 5233.

Í starfinu felst m.a.:

  • Umsjón með daglegum rekstri
  • Fjármögnun og skýrslugerð
  • Umsjón með sýningum setursins
  • Umsjón með vefsíðu setursins
  • Stjórn stærri og smærri samstarfsverkefna t.d. á sviði rannsókna og kynningarmála
  • Þátttaka í innlendum og erlendum samstarfsverkefnum
  • Vinna að frekari þróun og nýsköpun í starfsemi setursins

Hæfnis- og menntunarkröfur

  • Háskólamenntun og/eða starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Góð tungumálakunnátta. Nauðsynlegt er að geta bæði talað og skrifað góða ensku, þekking í Norðurlandamálum er kostur
  • Frumkvæði og ábyrgð
  • Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Reynsla af starfsmannahaldi er kostur en ekki skilyrði
  • Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst, eða í síðasta lagi 1. september 2010 (allavega að hluta).