22/12/2024

Seinni hluti hringtengingar boðin út

Ljósleiðari, Víðidalsá

Ríkiskaup hefur nú fyrir hönd Fjarskiptasjóðs boðið út seinni áfanga við hringtengingu ljósleiðara á Vestfjörðum, en þá á að tengja saman Hólmavík og Ísafjörð með stofnstreng. Ljósleiðari er nú þegar á hluta af leiðinni. Fjarskiptasjóður hyggst gera samning við hæfan bjóðanda í verkið, þann sem á hagkvæmasta gilda tilboðið um að hanna, byggja, reka og eiga ljósleiðarastreng ásamt því sem honum tilheyrir. Vinnu við fyrri hluta verkefnisins sem boðin var út 2015 er nú að ljúka og starfsmenn Mílu, Austfirskra verktaka og Orkubús Vestfjarða eru nú rétt utan við Hólmavík, eftir að hafa í haust lagt stofnstrengi frá Brú í Hrútafirði, bæði ljósleiðara og þriggja fasa rafstreng. Á meðfylgjandi mynd eru ljósleiðaramenn nýbúnir að þvera Víðidalsá.

Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 10.00 þann 28. janúar 2016 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska.