22/12/2024

Seiður – í morgunsól á Hólmavík


Listaverkið Seiður tók sig vel út í morgunsólinni í morgun, þegar fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á leið til vinnu. Listamaðurinn Einar Hákonarson sem hefur verið búsettur á Hólmavík síðustu ár gaf sveitarfélaginu Strandabyggð verkið og var það afhjúpað á bæjarhátíðinni Hamingjudögum á Hólmavík síðasta sumar. Seiður stendur við hafnarsvæðið á Hólmavík, neðan við Brennuhól sem Hólmavíkurkirkja stendur á, og setur svip á þorpið. Hefur listaverkið verið vinsælt myndefni heimamanna og gesta frá því það var sett upp, enda hægt að velja um margan fallegan bakgrunn og mörg skemmtileg sjónarhorn.