Sauðburður er hafinn á Ströndum, en ær hjá bændunum í Bæ í Árneshreppi bar óvænt tveim lömbum þann 5. apríl. Frá þessu segir á fréttavefnum www.litlihjalli.it.is sem er fréttasíða Jóns G. Guðjónssonar í Litlu-Ávík í Trékyllisvík. Bændur í Bæ eru þau Gunnar Dalkvist og Pálína Hjaltadóttir. Ærin gekk í haust í Veyðileysu og hefur fengið um það leyti sem bændur náðu í fé þangað í haust. Hefðbundin sauðburður hefst um tíunda maí í Árneshreppi og víðar á Ströndum.
Ljósmyndir af vefnum www.litlihjalli.it.is – Jón G.G.