Tippleikur strandir.saudfjarsetur.is heldur að venju áfram nú um helgina. Höskuldur Birkir Erlingsson, drangsneskur lögregluvarðstjóri á Blönduósi keppir aftur við hinn dansk-íslenska Hólmvíking Smára Gunnarsson sem er staddur í New York. Kapparnir gerðu jafntefli á síðustu helgi og í þetta skiptið eru þeir ósammála um sjö leiki. Um síðustu helgi baunaði Smári nettum skotum á Höskuld í bundnu máli, en Höskuldur svarar fyrir sig svo um munar í þetta skiptið. Hann fékk Höskuld Búa Jónsson, Drangsnesing á Akureyri og fyrrverandi þátttakanda í tippleiknum til að berja saman vísu til að skjóta föstum skotum að Smára sem vart á sér viðreisnar von, enda staddur í Bandaríkjunum. Hér fyrir neðan eru frekari útskýringar á þeirri sápuóperu sem tippleikurinn er þessa helgi auk þess sem þar er að finna skemmtilegar spár Höska og Smára:
1. Chelsea – Newcastle
Höski: Chelsea eru náttúrulega sterki aðilinn á borðinu og svo er þetta heimaleikur hjá þeim. Newcastle hins vegar með Owen í fantaformi geta strítt þeim eitthvað. Ég get samt ekki ímyndað mér að þeir eigi sjens í þessa kalla í Chelsea. Lampard vill örugglega bæta við markaskorið hjá sér og vörnin hjá Newcastle hefur ekki verið að sýna neina fantatakta. Tákn: 1.
2. Charlton – Man. Utd.
Höski: Já, það er nú það, margir myndu eflaust freistast til þess að tippa á sigur hjá Charlton, miðað við það hvað þeim hefur gengið vel. Nei, en ekki hann ég. Frekar tapa ég þessum tippleik en að tippa á ósigur hjá mínum mönnum. Tákn: 2.
3. Man. City – Blackburn
Höski: Það hefur verið að ganga ágætlega hjá Blackburn upp á síðkastið, en þetta er jú heimaleikur Man. City og þeir eru ofar á töflunni. Ég held að ég verði að tippa á heimasigur. Tákn: 1.
4. Liverpool – Portsmouth
Höski: Já það er nú freistandi að spá Liverpool sigri á móti liði sem er í 15 sæti í deildinni. En bíddu við… hvar er Liverpool, jú í 12 sæti ha ha ha ha ha ha ha, bara fyndið. Þannig að þarna eru lið á svipuðum “level”. En æji greyjin, ætli að verði ekki bara að tippa á sigur á púlarana, ég veit að Smári gerir það… Tákn: 1.
5. Sunderland – Aston Villa
Höski: Sunderland er í neðsta sæti deildarinnar og Aston Villa aðeins ofar. Það er ekki nein sérstök kátína með frammistöðu þessarra liða og nú síðast í gær var birt gagnrýni á David O´Leary í blöðunum af leikmanni liðsins Eric Djemba – Djemba, sem reyndar er fyrrverandi Manu maður. Ég held að Aston Villa taki þetta. Tákn: 2.
6. WBA – Everton
Höski: Everton er komið í blússandi gír núna, ég er fullviss um það, en WBA er á heimavelli. Minn uppáhalds Man. Utd. leikmaður fyrr og síðar er Bryan Robson. Hann tekur þetta, eða er það ekki…??? Ég er ekki viss. Því ætla ég að tippa á fyrsta jafnteflið í spánni minni. Tákn: X.
7. Watford – Sheff. Wed.
Höski: Watford menn eru að standa sig mjög vel þessa dagana og unnu fyrir mig síðast þegar tippað var í deildinni. Þeir í Sheffield Wednesday hafa ekki getað rass…bíbbbbb… síðan Siggi Jóns var hjá þeim. Elton John syngur baráttusöngva á vellinum og Watford getur ekki tapað. Tákn: 1.
Smari: Watford hlytur bara ad vinna thennan leik…enda bunir ad vera godir a leiktidinni og Sheffield Wednesday menn eru orugglega bunir ad vera duglegir ad fara a Ruby Tuesday! Takn: 1.
8. Norwich – Luton
Höski: Þvílíkt fall niður á við hjá þeim í Norwich. Maður hefði ekki trúað þessu upp á þá. Luton er hinsvegar að gera mjög góða hluti og er ofarlega í deildinni. Ég tippa á útisigur. Tákn: 2.
9. Southampton – Leeds
Höski: Þetta er baráttuleikur. Bæði lið á svipuðum stað í deildinni og svipuð að getu. Á Gylfi ekkert að fá að spila eða er hann meiddur… man það ekki. Alla vega góður leikmaður þar á ferð sem vonandi á eftir að geta sér gott orð hjá Leeds. Ææææjjjiiii, ég veit ekki… er þetta ekki bara jafntefli. Tákn: X.
10. Burnley – Leicester
Höski: Veit ekkert um Burnley, en Leicester, það var ágætt þarna um árið á meðan að Arnar Gull, var upp á sitt besta. Ég held samt að Burnley vinni. Tákn: 1.
11. Crewe – Stoke
Höski: Stoke er á svona lygnum sjó um miðja deild, en Crewe frekar neðarlega. Það er nú það… Skýt á að Crewe vinni þennan leik, það eru búin að vera allskonar vandamál hjá þeim í Stoke uppá síðkastið. Tákn: 1.
12. Plymouth – QPR
Höski: QPR vinnur… búið og gert. Tákn: 2.
13. Coventry – Ipswich
Höski: Coventry eru bara lélegir þessa dagana. Geta bara ekki neitt. Þeir tapa þessum leik, það er svo einfalt. Tákn: 2.
Smána mun ég Sméra nú
smassað giskið tvinna.
Hjá honum ekki heil er brú
hérna mun ég vinna.
Vikugiskið vinn ég hér
vanda mig og segi.
Tippið hjá Sméra tjónað er
tek ég það og fleygi.